
Námskeið yngri en 14 ára
Í Tónhyl hafa verið haldin námskeið fyrir yngri hópa. Þessi námskeið eru auglýst sérstaklega.
Stefnt er á að auglýsa námskeið fyrir yngri hópa í apríl.
Athugið að hægt er að nýta frístundastyrk fyrir 18 ára og yngri ef greiddir eru þrír mánuðir í einu.
Allar nánari fyrirspurnir má senda á akademia@tonhylur.is

Hvað er stúdíóáskrift?
Stúdíóáskriftin er byggð þannig upp að þátttakandi skráir sig í áskrift og hefur þá aðgang að aðstöðu, kennslu og þjálfara sem er alltaf á staðnum.
Yngri hópurinn er með fasta tíma á þriðjudögum frá 17:00 - 19:30 og eldri hópurinn er með fasta tíma á þriðjudögum frá 20:00 - 22:30 og fimmtudögum 17:30 - 22:30.
Hlutverk þjálfarans er að halda utan um hópinn, aðstoða, leiðbeina og efla tengslamyndun milli þátttakenda en mikil áhersla er lögð á þann þátt innan Tónhyls.
Mikil áhersla er lögð á að búa til öruggt og skapandi umhverfi ásamt því að útvega bæði öflugan stuðning og fyrsta flokks aðstöðu til tónlistarköpunar.
KENNSLA OG ÞJÁLFUN
Byrjendur fá kennslu í grunnatriðum sem snúa að tónlistargerð í FL studio og Logic. Eftir því sem þátttakendur læra meira þá er kafað dýpra í aðra þætti eins og hljóðblöndun, útgáfu, textagerð og fleira.
AÐSTAÐA
Í Tónhyl er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu með öllum búnaði. Þar er bæði hægt að æfa sig og vinna í sinni eigin tónlist með aðstoð þjálfara sem er á staðnum allan tímann.
SAMFÉLAGIÐ
Í Tónhyl er öflugt samfélag skapandi fólks og er mikið lagt upp úr félagslega þættinum. Lögð er áhersla á að fólk vinni saman og sýni hvort öðru virðingu.
Póstlisti fyrir námskeið
Skráðu þig á póstlistann og fáðu sendar allar upplýsingar um nýjustu námskeiðin.