ALMENN RÝMI
35.000 krónur á mánuði*
INNIFALIÐ:
-
3 klukkustundir fast á viku + ótakmarkaðar aukabókanir
-
Opnunartími er 18:00 - 00:00. Hægt er að velja milli 18:00 - 21:00 eða 21:00 - 00:00
-
Hljóðkerfi og trommusett
-
Öryggiskerfi, aðgangsstýring og myndavélar
-
Geymsla (væntanlegt í nóvember)
-
16 - 18 ára fá 30% afslátt og geta nýtt frístundastyrkinn**
*Lágmark tvær klukkustundir.
** Miðað er við 8 klukkustundir
Fastar æfingar
Hljómsveit fær eina fasta æfingu í rými sem er þrjár klukkustundir. Hljómsveitir geta síðan bókað ótakmarkað í laus pláss. Hægt er að velja á milli 18:00 - 21:00 eða 21:00 - 00:00.
Búnaður
Tónhylur útvegar hljóðkerfi og trommusett en trommarar koma einungis með cymbala og sneril.
Öryggi
Í Tónhyl er lögð áhersla á að bjóða notendum upp á frelsi en um leið öryggi. Í Tónhyl er sérhannað aðgangsstýringarkerfi ásamt myndavélum og öryggiskerfi.
Staðsetning
Tónhylur er staðsettur miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í allar helstu stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins. Í Tónhyl eru auk þess engir stigar og því auðvelt að róta búnaði á milli staða.