Skráning
Skráning hafin
Gerð kvikmyndatónlistar með Birnu Eyfjörð
5 vikur (27. janúar-24. febrúar)
Skráning er hafin á námskeið í gerð kvikmyndatónlistar með Birnu Eyfjörð. Birna hefur skrifað tónlist fyrir þætti á borð við Íslensk sakamál og Kennarastofan. Hún aðstoðaði einnig við tónlistargerðina fyrir kvikmyndir á borð við Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og Hitman's Wife's Bodyguard 2 og fleiri.
Um er að ræða 5 vikna námskeið sem haldið er í Tónhyl X.
Tímarnir eru á þriðjudögum frá 18:00-21:00, 27. janúar - 24. febrúar.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist góðan grunn í gerð kvikmyndatónlistar, fá innsýn í vinnuferlið og skilji hvernig tónlist er unnin fyrir bíó og sjónvarp.
Kennt er á Logic Pro og kennsla fer fram í stúdíóum Tónhyls X.
Skráningarfrestur er 25. janúar.
Athugið: takmarkað pláss
Verð: 29.990 kr.
Hægt að sækja um styrki hjá mörgum stéttafélögum.
Skráning hafin
Grunnnámskeið 16-20 ára
(Mars)
Skráning er hafin á grunnnámskeið fyrir 16-20 ára.
Tímarnir eru þriðjudaginn 1. mars frá 17:00-19:30 og laugardaginn 7. mars frá 12:00-14:30. Þetta námskeið er hugsað þannig að iðkendur fái grunninn í lagasmíðum og fái að kynnast starfsemi Tónhyls X.
Kennt er á FL Studio og Logic Pro. Kennsla fer fram í æfingastúdíóum Tónhyls X.
Skráningarfrestur er 1. mars.
Athugið: takmarkað pláss
Verð: 9.990 kr.
Skráning hafin
Grunnnámskeið 14-16 ára
(Maí)
Skráning er hafin á grunnnámskeið fyrir 14-16 ára.
Tímarnir eru þriðjudaginn 5. maí frá 17-19:30 og fimmtudaginn 7. maí frá 17:00-19:30. Þetta námskeið er hugsað þannig að iðkendur fái grunninn í lagasmíðum og fái að kynnast starfsemi Tónhyls X.
Kennt er á FL Studio og Logic Pro. Kennsla fer fram í æfingastúdíóum Tónhyls X.
Skráningarfrestur er 3. maí.
Athugið: takmarkað pláss
Verð: 9.990 krónur.
BAKHJARLAR



