top of page

Fyrirkomulag og hugmyndafræði

TonhylurX-white_v1.png

NÁMSKEIÐ
Tónlistargerð
Upptökur
Pródúsering

Í Tónhyl X er boðið upp á námskeið fyrir unga lagahöfunda. 

Á námskeiðunum fá þátttakendur tækifæri til að læra grunnatriðin í lagasmíðum, upptökum og pródúseringu ásamt því að mynda tengsl við aðra lagahöfunda.

Skráning hér

FYRIRKOMULAG

Námskeiðin eru hugsuð fyrir þau sem vilja læra meira í pródúseringum, upptökum og lagasmíðum.

 

Unnið er aðallega á forritin FL STUDIO og LOGIC PRO en þátttakendur þurfa ekki að koma með eigin tölvur heldur er allur búnaður á staðnum. Aðaláherslan er á popp- og rapptónlist.

 

Kennt er í stúdíóum Tónhyls X en þar eru fjögur fullbúin stúdíó með þeim forritum sem notuð verða í lagasmíðunum. Í lok námskeiðs er markmiðið að þátttakendur geti unnið sjálfstætt í stúdíóum og unnið í eigin tónlist. 

HUGMYNDAFRÆÐI OG KENNSLA

Í Tónhyl er lögð mikil áhersla á að lagahöfundar geti unnið sjálfstætt, þróað sína eigin rödd og myndað tengsl við aðra. Á námskeiðum Tónhyls er ekki um mikla beina kennslu að ræða heldur er frekar lagt upp með að gefa þátttakendum ýmis verkfæri sem þeir geta notað við lagasmíðarnar. 
 

Umsjón námskeiða er í höndum Núma Steins en hann hefur bæði mikla reynslu í að vinna með ungu fólki og tónlistargerð.

Þá er einnig mikið af atvinnutónlistarfólki að vinna í húsinu og tekur það einnig þátt í að styðja við Tónhyl X með gestainnkomum eða ráðgjöf.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú hefur einhverjar athugasemdir þá má endilega senda á tonhylurx@tonhylur.is

BAKHJARLAR

RVK_LOGO.png
Domino's_pizza_logo.svg.png
cocacola.png
bottom of page