top of page

Póstlisti fyrir námskeið

Skráðu þig á póstlistann og fáðu sendar allar upplýsingar um nýjustu námskeiðin.

Takk fyrir að skrá þig!

NÁMSKEIÐ
Tónlistargerð
Upptökur
Pródúsering

Í Tónhyl er boðið upp á námskeið fyrir unga lagahöfunda. Hóparnir skiptast í 14 - 16 ára, 16 - 18 ára og 18 ára og eldri.

Á námskeiðunum fá þátttakendur tækifæri til að læra grunnatriðin í lagasmíðum, upptökum og pródúseringu ásamt því að mynda tengsl við aðra lagahöfunda.

FYRIRKOMULAG

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja læra meira í pródúseringum, upptökum og lagasmíðum.

 

Unnið er aðallega á forritin FL STUDIO og LOGIC PRO en þátttakendur þurfa ekki að koma með eigin tölvur heldur er allur búnaður á staðnum. Aðaláherslan er á popp- og rapptónlist.

 

Kennt er í stúdíóum Tónhyls í akademíunni en þar eru fimm fullbúin stúdíó með þeim forritum sem notuð verða í lagasmíðunum. Í lok námskeiðs er markmiðið að þátttakendur geti unnið sjálfstætt í stúdíóum og unnið í eigin tónlist. 

 

Um er að ræða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið.

HUGMYNDAFRÆÐI OG KENNSLA

Í Tónhyl er lagt upp úr svokölluðu óformlegu reynslunámi þar sem ekki er stuðst við staðlaða, opinbera Aðalnámskrá heldur vinna allir þátttakendur á eigin forsendum. Ekki er því um neitt eiginlegt námsmat að ræða heldur er meira lagt upp úr vinnusemi, áhuga og virkni hvers og eins. 

Mikið er lagt upp úr sjálfstæðri vinnu og samstarfi við aðra en stór hluti af starfi Tónhyls snýr að tengslamyndun. Námskeiðið er því ekki sett upp eins og hefðbundin kennslustund með kynningu heldur eru þátttakendur að vinna sjálfstætt í stúdíóum undir handleiðslu þjálfara á staðnum.
 

Umsjón námskeiða er höndum Núma Steins Hallgrímssonar en hann hefur bæði mikla reynslu í að vinna með ungu fólki og tónlistargerð.

Þá er einnig mikið af atvinnutónlistarfólki að vinna í húsinu og tekur það einnig þátt í að styðja við Akademíuna með gestainnkomum eða ráðgjöf.

bottom of page