Námskeið í boði

Uppselt á öll námskeið!

​Ný námskeið auglýst eftir áramót. 

 

Námskeiðin

Þátttakendur mæta á æfingu einu sinni í viku í 8 vikur með þjálfara og fá að kynnast öllu því sem tengist upptökum, textagerð, hljóðblöndun og lagasmíðum.


Í Tónhyl er lögð mikil áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og að halda vel utan um hvern hóp. Þátttakan felur auk þess í sér að verða hluti af stærra og fjölbreyttu samfélagi tónlistarfólks sem starfar í Tónhyl.

Skipt er í hópa eftir aldri (14 - 16 ára og 16 - 18 ára). Ef nægur fjöldi skráir sig þá er einnig skipt niður eftir hverfum. 


Nánar má lesa um fyrirkomulag og hugmyndafræði hér fyrir neðan.      

Akademían-05.jpg
 

Upptökur og hljóðblöndun

Að læra upptökur og hljóðblöndun tekur líklega alla ævi en þar getur aðeins æfingin skapað meistarann. Í akademíu Tónhyls fá þátttakendur verkfæri til að finna sína leið og þróa sinn stíl í bæði hljóðblöndun og upptökum. Einnig er farið í öll grunnatriði en í framhaldshópum er síðan kafað enn dýpra í upptökufræðin.


Aðallega er unnið á Logic en einnig önnur forrit eins og Pro Tools, Reaper og FL studio.

Akademían2.0-01.jpg
Akademían2.0-06.jpg

Lagasmíðar og textagerð

Í Tónhyl er mikið af atvinnutónlistarfólki og lagahöfundum sem miðla reynslu sinni og aðstoða þátttakendur að finna sinn stíl þegar kemur að textagerð og lagasmíðum. Farið er auk þess í uppbyggingu laga, leiðir til að fá innblástur, tæknileg atriði og fleira sem nýtist á þessu sviði.

Gestakennarar

Í Tónhyl er öflugt samfélag tónlistarfólks en allir sem eru með stúdíó í Tónhyl koma reglulega inn á námskeið sem gestakennarar. Mikið af atvinnutónlistarfólki er með aðstöðu í Tónhyl og er tilbúið að miðla reynslu sinni til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Akademían2.0-15.jpg
Akademían2.0-07.jpg

Samfélagið Tónhylur

Tónhylur er tónlistarklasi sem hefur að geyma bæði atvinnutónlistarfólk og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Hugmyndin með Tónhyl er að styðja við bakið á tónlistarfólki og búa til öflugt, skapandi samfélag. Með því að taka þátt í námskeiðum Tónhyls geta þátttakendur smám saman orðið hluti af samfélaginu.

 
DDD38B62-104E-4EE4-9729-8C8FD629E861 2.JPG

Fyrirkomulag

Í Tónhyl er fyrsta flokks aðstaða til tónlistarsköpunar. Fimm fullbúin æfingastúdíó eru á staðnum ásamt rúmgóðu alrými. Mikið lagt upp úr góðum samskiptum og góðum liðsanda.


Tímarnir eru ólíkir en lagt er upp með að kynna þátttakendur fyrir fjölbreyttum verkfærum í tónlistarsköpun ásamt öðrum þáttum eins og útgáfu, upptökum, hljóðblöndun, tengslamyndun og fleira. Ásamt þjálfurunum munu gestakennarar úr Tónhyl koma og vera með innlögn en þeir munu einnig kíkja við af og til enda að vinna í sama húsi. Þá munu þeir miðla reynslu sinni og gefa góð ráð.  


Námskeiðin eru hugsuð eins og íþróttaæfingar þar sem þátttakendur geta æft tónlistargerð eins og hverja aðra íþróttagrein. Þátttakendur mæta einu sinni í viku á æfingu en svo er opið á öðrum tíma þar sem þeir geta komið og æft sig í stúdíóunum. Mikið er lagt upp úr því að hafa öruggt umhverfi til sköpunar og að allir fái að njóta sín. Samstaða og traust er lykilatriði í okkar starfi og því verður lögð mikil áhersla á það.      

Dæmi um hvað er kennt?

  • Lagasmíðar, taktsköpun og útsetningar (e. songwriting, beat-making and producing) 

  • Upptökutækni

  • Hljóðblöndun (e. mixing)

  • Þjálfun í ólíkum tónlistarforritum (FL studio og Logic) 

  • Textagerð

  • Útgáfa

  • Hrynþjálfun, hljómfræði og tónfræði 

  • Útgáfumál

  • Framkoma og félagsfærni

 
Akademían2.0-10.jpg

Leiðbeinendur

Umsjónarmenn námskeiðanna eru þeir Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Þeir hafa mikla reynslu og þekkingu í vinnu með ungu fólki ásamt því að hafa góða tengingu við tónlistargeirann.  

Auk Kristjáns og Brynjars mun það atvinnutónlistarfólk sem starfar í Tónhyl taka þátt í að leiðbeina á námskeiðunum ásamt fleiri góðum gestum úr tónlistargeiranum.​