top of page
Akademían-08.jpg

SUMARNÁMSKEIÐ FYRIR 6. OG 7. BEKK

Um er að ræða fjögurra daga lagasmíða- og stúdíónámskeið þar sem þátttakendur fá grunnþjálfun í lagasmíðum og upptökum. Kennt verður á Logic Pro og mun námskeiðið fara fram í Akademíu Tónhyls. Allir munu fá að hljóðrita eigið lag í alvöru stúdíói í samvinnu við aðra þátttakendur. 

Það sem þátttakendur munu læra á námskeiðinu er meðal annars: 

- Textagerð

- Pródúsering

- Búa til lag með "lúppum"

- Upptökur á söng

- Logic Pro

- Grunnur í hljóðblöndun 

og margt fleira! 

Hópur 1:

Dags: 27. - 30. júní

Tími:  09:00 - 12:00

Hópur 2:

Dags: 4. -  7. júlí.

Tími:  09:00 - 12:00

Hópur 3:

Dags:  11. - 14. júlí

Tími:   09:00 - 12:00

Athugið að námskeiðið er einungis í boði fyrir þá sem eru í 6. og 7. bekk (eru að fara í 7. og 8. bekk). 

Aðalkennari námskeiðsins verður Bergur Einar Dagbjartsson en hann hefur bæði mikla reynslu úr tónlistageiranum ásamt því að hafa unnið mikið með ungu fólki. Bergur spilar meðal annars með tónlistarfólki eins og GDRN, Bríeti, Herra Hnetusmjör og fleiri.  Einnig munu fleiri leiðbeinendur Tónhyls aðstoða á námskeiðinu. 

Athugið að takmarkað pláss er í hvern hóp. 

Gott er að taka það fram ef verið er að skrá einhverja saman á námskeið með því að senda okkur tölvupóst. 

Verð á námskeiðið er 19.900 krónur

Allar nánari upplýsingar fást með því að senda póst á akademia@tonhylur.is

bottom of page