Akademiu_rymi.JPG

Námskeið í lagasmíðum og upptökum

12 vikur  (9. og 10. bekkur) UPPSELT

Fleiri námskeið auglýst síðar

Hvað er þetta?

Í febrúar fer í gang fyrsta námskeiðið á vegum Tónhyls. Á þessu námskeiði verður farið í lagasmíðar, pródúseringar, upptökustjórn, upptökuforrit, hljóðblöndun og fleira sem tengist tónlistarsköpun.  Fyrsta námskeiðið verður nokkurs konar tilraunanámskeið sem er hugsað til að þróa fyrirkomulag námskeiðanna og er það einungis fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Kennt er einu sinni í viku í 12 vikur. Með vorinu verða síðan auglýst fleiri námskeið fyrir fleiri aldurshópa. 

Hvað er kennt?

  • Pródúsera og semja lag frá grunni. 

  • Búa til tónlist í tónlistarforritum eins og Logic og FL studio

  • Hljóðblanda (mixa)

  • Hljómasamsetningar

  • Útgáfumál og fleira 

Hvað er innifalið?

Það er æfing einu sinni í viku í 12 vikur en svo verða líka sérstakir opnir stúdíótímar fyrir þá sem eru í hópnum ásamt öðrum viðburðum.   

Hverjir kenna?

Leiðbeinendur eru allir með mikla þekkingu og reynslu í tónlist en einnig verða fengnir inn gestakennarar úr tónlistargeiranum. Yfirleiðbeinendur námskeiðanna verða Kristján Sturla og Brynjar Ingi. Þeir hafa báðir unnið lengi við tónlist ásamt því að hafa mikla reynslu í vinnu með ungu fólki. Aðrir leiðbeinendur verða m.a. meðlimir Tónhyls en það verður auglýst betur síðar. 

Hvað kostar?

45.150 kr.  (Fullt verð 64.500)

Er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða?

Já - hægt verður að nota Frístundakort Reykjavíkur til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Sjá nánar hér.

Hvernig sæki ég um?

Þú sendir inn umsókn hér fyrir neðan. Þar getur þú líka sett inn upplýsingar ef þú ert að sækja um með einhverjum sem þú vilt vera með í hóp. Það kemur svo í ljós í janúar hvort þú komist á námskeiðið en þar sem þetta er svona tilraunanámskeið þá er því miður takmarkað pláss

Hvar er kennt? 

Í Tónhyl sem er staðsettur í Árbænum.


Hver ber ábyrð á námskeiðinu?

Tónlistarfélag Árbæjar ber ábyrgð á námskeiðinu. Sjá nánar hér.

Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið akademia@tonhylur.is