ÞJÁLFUN OG AÐSTAÐA
Í Tónhyl geta ungir lagahöfundar fengið þjálfun í tónlistargerð, pródúseringu og upptökum ásamt aðstöðu til að æfa sig og vinna að eigin tónlist.
Allir sem skrá sig í fyrsta skipti í Tónhyl þurfa að taka grunn. Um er að ræða þrjú skipti þar sem farið er yfir allt það helsta í Tónhyl ásamt undirstöðuatriðum á Logic og FL Studio. Ekki skiptir máli hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.
Eftir grunn er síðan hægt að skrá sig í framhald sem er allt árið. Þar er farið dýpra í textasmíði, tónlistagerð, hljóðblöndun, útgáfu og fleira. Þar verður einnig skipt í rapp- og popphóp.
Tveir aldurshópar:
14 - 15 ára (2009 - 2010)
Kennsla fer fram:
Þriðjudaginn 14. jan (17:00 - 19:30)
Fimmtudaginn 16. jan (17:00 - 19:30)
Laugardaginn 18. jan (11:00 - 14:00)
16 - 18 ára (2007 - 2008)
Kennsla fer fram:
Þriðjudaginn 21. jan (17:00 - 19:30)
Fimmtudaginn 23. jan (17:00 - 19:30)
Laugardaginn 25. jan (11:00 - 14:00)
Mæta þarf í alla tímana til að komast í framhald.
Verð: 15.000 krónur
Athugið:
-
Ekki er hægt að nota frístundastyrk á grunnnámskeið þar sem þau eru einungis vika.
-
Aðaláhersla er á rapp- og popptónlist í kennslu
-
Kennt er á FL studio og Logic.
-
Tónhylur útvegar allan búnað.
-
Ekki er hægt að vinna einn/ein í hóp
FLOKKARNIR
1
GRUNNUR
Allir sem skrá í Tónhyl í fyrsta skipti byrja að taka grunn. Reynsla eða getustig skiptir ekki máli.
Í grunninum er m.a. kennt á aðstöðuna í Tónhyl, undirstöðuatriði í forritum, að vinna sjálfstætt í stúdíói og mynda tengsl við aðra lagahöfunda.
2
FRAMHALD
Eftir grunninn er hægt að skrá sig í framhald. Hér er farið dýpra í ýmis atriði tengd tónlistargerð og þátttakendur fá meira sjálfstæði í stúdíóinu.
Athugið. Opnað verður fyrir skráningu í framhald í janúar fyrir þá sem hafa lokið við grunn.