top of page

TÓNHYLUR NÁMSKEIÐ

14 - 15 ára (2009 - 2010)

16 - 18 ára (2006 - 2008)

GRUNNFLOKKUR

Allir sem skrá sig á námskeið í Tónhyl byrja í grunnflokk. Um er að ræða þrjú skipti þar sem farið er yfir allt það helsta í Tónhyl og kennd undirstöðuatriði á Logic og FL Studio. Ekki skiptir máli hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.

Eftir grunnnámskeið er síðan hægt að skrá sig í framhaldsflokk sem er allt árið. Þar er farið dýpra í textasmíði, tónlistagerð, hljóðblöndun, útgáfu og fleira. Þar verður einnig skipt í rapp- og popphóp.

Nánar um flokkana

Tveir aldurshópar:

14 - 15 ára (2009 - 2010)

Kennsla fer fram:

Þriðjudaginn 10. sept (17:30 - 20:30)

Fimmtudaginn 12. sept (17:30 - 20:30)

Laugardaginn 14. sept (11:00 - 15:00)

16 - 18 ára (2006 - 2008)

Kennsla fer fram:

Þriðjudaginn 24. sept (17:30 - 20:30)

Fimmtudaginn 26. sept (17:30 - 20:30)

Laugardaginn 28. sept (11:00 - 15:00)

Athugið að til að komast í framhaldshóp þarf að mæta í alla tímana.

Verð: 15.000 krónur

  • Kennt er á FL studio og Logic.

  • Tónhylur útvegar allan búnað í kennslu.

  • Gert er ráð fyrir að þeir sem skrái sig séu til í að vinna með öðrum.

FLOKKARNIR

1

GRUNNFLOKKUR

Allir sem skrá sig á námskeið í Tónhyl byrja í grunnflokk. Ekki skiptir máli hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.

Grunnflokkurinn er hugsaður m.a. til að þjálfa alla í því hvernig samfélagið í Tónhyl virkar, að gefa öllum nauðsynleg verkfæri til að geta unnið sjálfstætt í stúdíói og mynda tengsl við aðra lagahöfunda.

2

FRAMHALDSFLOKKUR

Þegar viðkomandi hefur lokið grunnflokki er hægt að skrá sig í framhaldsflokk popp eða framhaldsflokk rapp. Hér er farið dýpra í ýmis verkfæri tengd tónlistargerð ásamt því að þátttakendur fá meira sjálfstæði í stúdíóinu. Áfram er lögð mikil áhersla á tengslamyndun og samstarf.

3

ÁSKRIFTARFLOKKUR

Fyrir 18 ára og eldri sem hafa lokið framhaldsflokknum. 

VÆNTANLEGT

bottom of page