Námskeið í upptökum og lagasmíðum

12 vikna námskeið fyrir 9. og 10. bekk

Skipt verður í hópa eftir aldri. Þátttakendur mæta á æfingu einu sinni í viku í 12 vikur með leiðbeinanda og fá að kynnast öllu því sem tengist upptökum og lagasmíðum. Í Tónhyl er starfandi atvinnutónlistarfólk sem mun einnig taka þátt í að leiðbeina á námskeiðunum ásamt gestum úr tónlistargeiranum. Tónhylur býður einnig upp á þrjú æfingastúdíó sem verða nýtt fyrir námskeiðin sem voru byggð í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Nú í febrúar (2021) munu hefjast tilraunanámskeið til að þróa fyrirkomulagið. Takmarkað pláss verður á fyrstu námskeiðin en opnað verður fyrir skráningar á fleiri námskeið vorið 2021. 

Gangur kvöld.JPG
 

Fyrirkomulag

Lagt er upp með að hafa æfingarnar fjölbreyttar og lifandi. Æfingarnar og innlagnir eru ólíkar eftir flokkum og verða flóknari eftir því sem ofar er komið.  Bæði er reynt að koma til móts við þá sem eru byrjendur og þá sem eru lengra komnir. 

Þátttakendur fá mikið sjálfstæði í eigin lagasmíðum og eru hvattir til að nýta styrkleika sína í námskeiðunum. Kennslan er meira í formi kynningar á  „verkfærum“ sem hjálpa, fagleg ráðgjöf, tengslamyndun og stuðningur. Leiðbeinandinn er til taks, leiðbeinir, kemur með ábendingar ásamt því að halda utan um hópinn og gæta þess að allir fái tækifæri. 

Aðallega verður unnið í forritunum Logic Pro X og FL studio. En einnig verða kynnt fleiri forrit eins og Reaper og Pro tools.


Þátttakendur læra meðal annars:

  • Pródúsera og semja lag frá grunni

  • Lagauppbyggingu

  • Hljómasamsetningar

  • Hljóðblöndun

  • Textagerð

  • Upptökutækni

  • Kynningu á ólíkum tónlistarstefnum

  • Útgáfumál

Í Tónhyl er fyrsta flokks aðstaða til tónlistarsköpunar. Þrjú fullbúin æfingastúdíó eru á staðnum ásamt rúmgóðu alrými. Einnig er mikið lagt upp úr góðum samskiptum og góðum liðsanda ásamt því að efla þátttakendur félagslega.   

 

Verð og hópar

Hægt er að nota frístundakort Reykjavíkur til að niðurgreiða námskeiðskostnað en einnig verður í boði að skipta niður greiðslum. Tónhylur hefur það að markmiði að fjárhagur komi ekki í veg fyrir þátttöku og mun því leita allra leiða til að koma til móts við alla.

Hópur 1 (9. bekkur)

Þróunarverð 45.150 kr. - 12 vikur

(Fullt verð 64.500 kr.)

Hér er um að ræða eina og hálfa klukkustund einu sinni í viku með leiðbeinendum og gestakennurum úr tónlistargeiranum.  Einnig er stefnt að því að hafa aukaopnanir og fleiri uppákomur sem eru auglýstar sérstaklega. 

Þar sem hér er um að ræða ákveðið tilraunatímabil þar sem verið er að móta námskeiðið þá er það á ákveðnu þróunarverði. 

Ekki er greitt fyrr en eftir fyrsta tímann.

Fjöldi í hverjum hóp:

9 einstaklingar

Fjöldi leiðbeinenda:

Einn yfirleiðbeinandi

+ 1 aðstoðarleiðbeinandi

Hópur 2 (10. bekkur)

Þróunarverð 52.150 kr. - 12 vikur

(Fullt verð 74.500 kr.)

Hér er um að ræða tvær klukkustundir einu sinni í viku með leiðbeinanda ásamt gestakennurum úr Tónhyl og tónlistargeiranum.  Einnig er stefnt að því að hafa aukaopnanir og fleiri uppákomur sem eru auglýstar sérstaklega. 

Þar sem hér er um að ræða ákveðið tilraunatímabil þar sem verið er að móta námskeiðið þá er það á ákveðnu þróunarverði. 

Ekki er greitt fyrr en eftir fyrsta tímann.

Fjöldi í hverjum hóp:

9 einstaklingar

Fjöldi leiðbeinenda:

Einn yfirleiðbeinandi

+ 1 aðstoðarleiðbeinandi

Hópur 3 (16 - 18 ára)

Auglýst síðar

Stefnt er að því að auglýsa námskeið fyrir þennan hóp í vor.

Hópur 4 (18 - 20 ára)

Auglýst síðar

Stefnt er að því að auglýsa námskeið fyrir þennan hóp í vor.

 

Leiðbeinendur

Lagt verður upp með að vera með leiðbeinendur á námskeiðunum sem hafa bæði mikla reynslu og þekkingu ásamt því að hafa tengingu við tónlistargeirann. Yfirleiðbeinendur námskeiðanna verða þeir Brynjar Ingi Unnsteinsson og Kristján Sturla Bjarnason en þeir hafa báðir unnið lengi í tónlist. Þeir eru einnig vanir að vinna með ungu fólki ásamt því að vera með kennararéttindi úr HÍ.

Auk Kristjáns og Brynjars munu þeir atvinnutónlistarmenn sem starfandi eru í Tónhyl taka þátt í að leiðbeina á námskeiðunum en má þar nefna Magnús Jóhann, Arnar Inga og Berg Einar. Þeir hafa allir unnið með fremsta tónlistarfólki landsins og munu miðla reynslu sinni til þátttakenda. Nýliðar Tónhyls munu einnig taka þátt í að leiðbeina á námskeiðunum ásamt góðum gestum úr tónlistargeiranum.