Gangur kvöld.JPG

Stúdíó Tónhyls

Í Tónhyl eru nú um fjögur atvinnustúdíó, þrjú nýliðastúdíó og þrjú æfingastúdíó. Tónhylur er í samstarfi við Reykjavíkurborg og getur því boðið upp á bæði nýliða- og æfingastúdíó.


Hugmyndin með nýliðastúdíóunum er að bjóða ungu tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref að fá fyrsta flokks stúdíórými til afnota. Nýliðarnir hafa síðan aðgang að leiðsögn frá tónlistarfólkinu sem er atvinnustúdíóunum. Æfingastúdíóin eru síðan nýtt fyrir þá sem eru á námskeiðunum.

Stefnt er að opna fleiri stúdíó á næstunni og bjóða fleira tónlistarfólki að verða hluti af þessu öfluga tónlistarsamfélagi sem er að verða til í Tónhyl.