Námskeið í boði

Vorönn 2022

 

16 - 18 ára

Lagasmíðalotur

Hér er um að ræða námskeið þar sem þú færð tækifæri til að vinna með öðrum lagahöfundum og um leið læra betur á þau verkfæri sem notuð eru í lagasmíðum. 


Kennt verður bæði í styttri og lengri lotum á þriðjudögum (18:00 - 20:00 eða 18:00 - 22:00).  Heildarfjöldi kennslustunda eru 20 klukkustundir yfir 8 vikna tímabil. 

Athugið að hér er ekki um byrjendanámskeið að ræða og því ert gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja grunnþekkingu í notkun tónlistarforrita eða aðra reynslu sem nýtist. 

Verð: 64.500 kr.*

​Hámarksfjöldi í hvern hóp: 8

Umsóknarfrestur: 20. mars

Hefst 29. mars

*Hægt er bæði að skipta niður greiðslum og nota frístundakort Reykjavíkur.

 

Námskeiðin

Kennt er bæði í styttri og lengri lotum og fá þátttakendur að kynnast öllu því sem tengist upptökum, textagerð, hljóðblöndun og lagasmíðum.


Nánar má lesa um fyrirkomulag og hugmyndafræði hér fyrir neðan.      

Akademían-05.jpg
 

Upptökur og hljóðblöndun

Að læra upptökur og hljóðblöndun tekur líklega alla ævi en þar getur aðeins æfingin skapað meistarann. Í akademíu Tónhyls fá þátttakendur verkfæri til að finna sína leið og þróa sinn stíl í bæði hljóðblöndun og upptökum. 


Aðallega er unnið á Logic og FL studio.

Akademían2.0-01.jpg
Akademían2.0-06.jpg

Lagasmíðar og textagerð

Í Tónhyl er mikið af atvinnutónlistarfólki og lagahöfundum sem miðla reynslu sinni og aðstoða þátttakendur að finna sinn stíl þegar kemur að textagerð og lagasmíðum. Farið er auk þess í uppbyggingu laga, leiðir til að fá innblástur, tæknileg atriði og fleira sem nýtist á þessu sviði.

Gestakennarar

Í Tónhyl er öflugt samfélag tónlistarfólks en allir sem eru með stúdíó í Tónhyl koma reglulega inn á námskeið sem gestakennarar. Mikið af atvinnutónlistarfólki er með aðstöðu í Tónhyl og er tilbúið að miðla reynslu sinni til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Mynd í húsi-1.jpg
Akademían2.0-15.jpg

Samfélagið Tónhylur

Tónhylur er tónlistarklasi sem hefur að geyma bæði atvinnutónlistarfólk og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Hugmyndin með Tónhyl er að styðja við bakið á tónlistarfólki og búa til öflugt, skapandi samfélag.

 
Akademían2.0-10.jpg

Leiðbeinendur

Umsjónarmenn námskeiðanna eru þeir Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Þeir hafa mikla reynslu og þekkingu í vinnu með ungu fólki ásamt því að hafa góða tengingu við tónlistargeirann.  

Auk Kristjáns og Brynjars mun það atvinnutónlistarfólk sem starfar í Tónhyl taka þátt í að leiðbeina á námskeiðunum ásamt fleiri góðum gestum úr tónlistargeiranum.​ 

 
Myndir_Tonhylur-1_edited.jpg

Aðstaðan

Námskeiðin eru öll kennd í Akademíu Tónhyls. Þar eru fimm fullbúin stúdíó sem þátttakendur fá að nota á meðan námskeiðinu stendur.