top of page

STÚDÍÓÁSKRIFT (NÝTT)

Fyrir hverja: 14 - 16 ára (9. og 10. bekk)

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru með góða þekkingu á tónlistargerð og vantar stúdíó til að vinna í. 

Þeir sem skrá sig í áskrift fá úthlutað einum föstum tíma á viku (3 klukkustundir í einu) og er leiðbeinandi á staðnum.

Áskriftin kostar 24.000 krónur á mánuði en hægt er að leigja með öðrum og deilist þá upphæðin á þá sem eru með. Dæmi ef tveir leigja þá er hún 12.000 krónur á mann og ef þrír leigja þá er hún 7.500 krónur á mann á mánuði. Hægt er að borga nokkra mánuði fyrirfram og nýta frístundakort. 

Skilyrði til að fá úthlutað stúdíói:

 • Að minnsta kosti einn í hópnum hafi góða þekkingu á tónlistargerð.

 • Að koma á stutt grunnnámskeið í upphafi (eitt kvöld).

 • Ábyrg hegðun, traust og jákvæð samskipti (hægt að setja með meðmæli úr t.d. félagsmiðstöð, skóla eða íþróttafélagi)

Akademia2022_edited_edited.jpg

NÁNARI UPPLÝSINGAR

STÚDÍÓ

 • Þú eða hópurinn þinn fáið úthlutað einum föstum tíma í viku sem er þrjár klukkustundir.

 • Tímasetningarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00 - 19:00 og 19:00 - 22:00.

BÚNAÐUR

 • Stúdíóhátalarar

 • Hljóðkort

 • Mic

 • Apple tölva (kostar 4.500 krónur aukalega á mánuði).

SKILYRÐI

 • Að hafa nokkuð góða þekkingu á tónlistargerð og geta bjargað sér.

 • Að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta unnið sjálfstætt í eigin lagasmíðum.
 • Að sýna jákvæðni og kurteisi í bæði samskiptum og framkomu.

AÐRIR SKILMÁLAR

Athugið að gert er ráð fyrir að notendur vinni sjálfstætt að eigin lagasmíðum. Allir textar og öll lög eru á ábyrgð notenda.


Sýni notendur af sér neikvæða, skemmandi hegðun eða geta ekki fylgt reglum mun vera fundin lausn í samráði við foreldra og forráðamenn. Lagist vandamálið ekki er ljóst að viðkomandi er ekki tilbúinn til að leigja stúdíó.   

bottom of page