STÚDÍÓÁSKRIFT (NÝTT)
Fyrir hverja: 14 - 16 ára (9. og 10. bekk)
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem eru með góða þekkingu á tónlistargerð og vantar stúdíó til að vinna í.
Þeir sem skrá sig í áskrift fá úthlutað einum föstum tíma á viku (3 klukkustundir í einu) og er leiðbeinandi á staðnum.
Áskriftin kostar 24.000 krónur á mánuði en hægt er að leigja með öðrum og deilist þá upphæðin á þá sem eru með. Dæmi ef tveir leigja þá er hún 12.000 krónur á mann og ef þrír leigja þá er hún 7.500 krónur á mann á mánuði. Hægt er að borga nokkra mánuði fyrirfram og nýta frístundakort.
Skilyrði til að fá úthlutað stúdíói:
Að minnsta kosti einn í hópnum hafi góða þekkingu á tónlistargerð.
Að koma á stutt grunnnámskeið í upphafi (eitt kvöld).
Ábyrg hegðun, traust og jákvæð samskipti (hægt að setja með meðmæli úr t.d. félagsmiðstöð, skóla eða íþróttafélagi)

NÁNARI UPPLÝSINGAR
STÚDÍÓ
Þú eða hópurinn þinn fáið úthlutað einum föstum tíma í viku sem er þrjár klukkustundir.
Tímasetningarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00 - 19:00 og 19:00 - 22:00.
BÚNAÐUR
Stúdíóhátalarar
Hljóðkort
Mic
Apple tölva (kostar 4.500 krónur aukalega á mánuði).
SKILYRÐI
Að hafa nokkuð góða þekkingu á tónlistargerð og geta bjargað sér.
- Að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta unnið sjálfstætt í eigin lagasmíðum.
Að sýna jákvæðni og kurteisi í bæði samskiptum og framkomu.
AÐRIR SKILMÁLAR
Athugið að gert er ráð fyrir að notendur vinni sjálfstætt að eigin lagasmíðum. Allir textar og öll lög eru á ábyrgð notenda.
Sýni notendur af sér neikvæða, skemmandi hegðun eða geta ekki fylgt reglum mun vera fundin lausn í samráði við foreldra og forráðamenn. Lagist vandamálið ekki er ljóst að viðkomandi er ekki tilbúinn til að leigja stúdíó.