GRUNNNÁMSKEIÐ
14 - 15 ára (9. og 10. bekkur)
Námskeiðið er 8 vikur og skiptist í kennslutíma, verkefnalotur og frjálsar lotur (sjá nánar).
Námskeiðið hefst 3. október
Kennt er á mánudögum klukkan 17:30
Kennt bæði í styttri og lengri lotum
Kostar 64.500 krónur (hægt að nota frístundastyrk)
Athugið að hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Valið er úr umsækjendum ef umsóknir fara yfir hámarskfjölda.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 26. SEPTEMBER
Kennt er á Logic og FL studio.

HVAÐ ER INNIFALIÐ?
KENNSLA
Þú færð grunnkennslu á Logic og FL studio bæði í að búa til lög (pródúsera) og að hljóðblanda (mixa). Þú færð kennslu í því sem þú vilt læra meira af og allir kennararnir hafa mikla reynslu.
VERKEFNALOTUR
Lotur eru lengri tímar þar sem þú færð að vinna að þínu lagi með aðstoð frá leiðbeinanda. Ykkur er úthlutað verkefni sem þið þurfið að vinna í stúdíóinu. Loturnar geta verið 4 - 6 klukkutíma langar. Í lotunum færast námskeiðin yfir á aðra hverja viku.
FRJÁLSAR LOTUR
Í frjálsum lotum getur þú mætt á ákveðnum tíma og fengið að vinna að þínu eigin efni í stúdíóinu. Á hverju námskeiði eru tvær frjálsar lotur og leiðbeinandi er á staðnum ef þig vantar aðstoð. Frjálsu loturnar eru í lok námskeiðs.